Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í reykræstingu í fjölbýlishús í Neðra-Breiðholti í gærkvöldi. Nágranni tilkynnti um reyk og kom hann kom út frá eldamennsku. Var því um minniháttar útkall að ræða, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.
Farið var í 86 sjúkraflutninga, þar af 51 á dagvakt og 35 á næturvakt. Síðasta sólahringinn fóru slökkvibílar í fjögur útköll, eða tvö umferðarslys, eina reykræstingu og eitt útkall vegna veðurs.
Slökkviliðið biður fólk um að fara varlega vegna slæmrar veðurspár í nótt og í fyrramálið.