Strætó aflýsir ferðum

Búast má við að Strætó á höfuðborgarsvæðinu geti hafið akstur …
Búast má við að Strætó á höfuðborgarsvæðinu geti hafið akstur á ný í fyrsta lagi í kringum klukkan 10:00. mbl.is/Árni Sæberg

Öllum morgunferðum hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verður aflýst á morgun. Þá falla allar ferðir hjá akstursþjónustunni Pant niður fyrir hádegi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Strætó.

Búast má við að Strætó á höfuðborgarsvæðinu geti hafið akstur á ný í fyrsta lagi í kringum klukkan 10:00.

Búist er við að akstursþjónusta Pant verði aftur komin í gang klukkan 12:00.

Allar skipulagðar „heimferðir“ sem tengjast aflýstu morgunferðunum verða einnig sjálfkrafa felldar niður nema viðskiptavinir óski sérstaklega eftir því að þær verði eknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert