Spáð er norðlægri átt, 8 til 15 metrum á sekúndu í dag en þurrt og bjart verður sunnan heiða. Dregur úr vindi og éljum síðdegis. Vaxandi austanátt verður á Suður- og Vesturlandi seint í kvöld. Frost verður á bilinu 1 til 8 stig.
Appelsínugul viðvörun er á landinu sem tekur á flestum stöðum gildi í nótt eða snemma í fyrramálið.
Gengur í suðaustan 20-30 m/s í nótt og fyrramálið. Víða verður snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli sunnanlands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á sunnan- og vestanverðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti verður um og undir frostmarki.