Alls greindust 1.367 kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn, samkvæmt bráðabirgðatölum á Covid.is. Voru 42 prósent í sóttkví við greiningu.
3.096 einkennasýni voru greind og 863 sóttkvíarsýni. Nýgengi innanlandssmita er nú 5.118.
Þá greindust 142 smit á landamærum en þar voru 1.234 sýni greind. Nýgengi landamærasmita er nú 213.