Full framleiðslugeta í Nesjavallavirkjun

Nesjavallavirkjun.
Nesjavallavirkjun. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Allar fjórar aflvélar Nesjavallavirkjunar eru nú komnar í gang og farnar að framleiða rafmagn eft­ir að spreng­ing varð í íhlut­um í tengi­virki Landsnets á Nesja­völl­um á föstu­daginn fyrir rúmri viku.

Líkt og greint var frá varð sprenging í strengmúffu í einni vélanna og duttu þær allar út á tímabili.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON.

Þar segir enn fremur að vinna við viðgerð hafi gengið vonum framar og fóru síðustu vélar af stað nú á laugardag, rúmum sólarhring á undan áætlun.

Vinna við viðgerð hefur gengið framar vonum og fóru síðustu vélarnar af stað nú á laugardag, rúmum sólarhring á undan áætlun. Virkjun Orku náttúrunnar á Nesjavöllum er því komin með fulla framleiðslugetu á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka