Flugvélin sést á myndbandsupptökum

Horft yfir Þingvallavatn, þar sem flugvélin fórst á fimmtudag.
Horft yfir Þingvallavatn, þar sem flugvélin fórst á fimmtudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Suður­landi hef­ur fengið af­hent­ar mynd­bands­upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um sem staðsett­ar eru í grennd við Þing­valla­vatn, til að mynda frá eig­end­um frí­stunda­húsa.

Sum­ar upp­tök­urn­ar sýna flug­vél­ina, sem fórst í vatn­inu á fimmtu­dag, á flugi.

„Við höf­um fengið mynd­bönd úr ör­ygg­is­mynda­vél­um þarna í kring. Á ein­hverj­um þeirra sjá­um við til vél­ar­inn­ar,“ seg­ir Odd­ur Árna­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is.

Frá leit björgunarsveita að flugvélinni, sem fannst seint á föstudagskvöld.
Frá leit björg­un­ar­sveita að flug­vél­inni, sem fannst seint á föstu­dags­kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Virðist ætla að lenda

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is virðist sem svo, á einni upp­tök­unni, að flug­vél­inni sé stýrt niður að vatn­inu með vinstri­beygju.

Í kjöl­farið líti út fyr­ir að vél­inni hafi verið ætlað að hafa snert­ingu við vatnið, það er að annað hvort koma inn til snerti­lend­ing­ar eða til að lenda á vatn­inu.

Sam­kvæmt sömu heim­ild­um mbl.is næst á upp­töku það augna­blik þegar flug­vél­in fer ofan í vatnið.

Heim­ild­irn­ar herma að vatnið hafi verið ísilagt á þess­um tíma. Ísinn mun þó hafa verið þunn­ur.

Sam­kvæmt mæl­ing­um Veður­stof­unn­ar var 10,9 gráða frost á Þing­völl­um klukk­an níu að morgni þessa fimmtu­dags.

Klukk­an tólf á há­degi, eða um það leyti sem flug­vél­in er tal­in hafa farið í vatnið, mæld­ist 7,5 gráða frost.

Fannst á upp­töku fyr­ir klukk­an 12

Eig­end­ur sum­ar­húsa í ná­grenni við vatnið voru á föstu­dag beðnir um að leita í mynd­bands­upp­tök­um ör­ygg­is­mynda­véla sinna, og til­tók lög­regla að einkum væri horft til tíma­bils­ins frá kl. 12 til 14.

Á of­an­greindri upp­töku fannst þó at­vikið ekki fyrr en spólað var aft­ur fyr­ir klukk­an 12. Sam­kvæmt tímastimpli henn­ar mun flug­vél­in hafa far­ist á tólfta tím­an­um.

Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.
Odd­ur Árna­son yf­ir­lög­regluþjónn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hafi ekki áhrif á vitn­is­b­urði

Odd­ur seg­ir lög­regl­una ekki munu upp­lýsa hvað fram komi á þeim upp­tök­um sem henni hafa borist.

„Við ætl­um ekki að aug­lýsa hvað kem­ur fram á þeim,“ bæt­ir hann við og tek­ur fram að það sé gert til að hafa ekki áhrif á vitn­is­b­urði sem mögu­lega eigi eft­ir að koma fram.

Málið sé til rann­sókn­ar og ein­stak­ir þætt­ir um at­b­urðarás­ina verði ekki gefn­ir út.

Bíða fær­is

Enn er stefnt að því að ná í lík þeirra fjög­urra sem lét­ust í slys­inu, síðar í þess­ari viku þegar veður leyf­ir, að sögn Odds.

„Það er for­gangs­mál að ná í lík­ams­leif­ar hinna látnu. Það er minni þrýst­ing­ur á að ná flak­inu upp, en menn vilja samt ná því.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert