„Prívatskoðun“ Svandísar

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segist í samtali við mbl.is ekki vita hvaðan Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi þær upplýsingar að ekki sé efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum og um sé að ræða hennar prívatskoðun.

Í aðsendum pistli í Morgunblaðinu fyrir helgi sagði Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra fátt benda til þess að það sé efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur að því að stunda hval­veiðar. Þá sagðist hún sjá fátt sem rökstyðji að veiðarnar verði heimilaðar áfram eftir árið 2023.

„Eins og ég les greinina, þá er þetta hennar prívatskoðun. Ríkisstjórn og Alþingi standi engan veginn á bakvið þetta,“ segir Kristján og bætir við að hvalveiðarnar hafi ekki verið stundaðar á ríkisframfæri.

Mynduð þið halda áfram að veiða ef að leyfið verður endurnýjað?

„Í ár er 2022, á næsta ári kemur 2023. Það getur nú margt gerst á þessum tíma,“ segir Kristján.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert