Rúmlega hundrað umsóknir borist

Mikil uppbygging stendur yfir í Innri-Njarðvík. Þessi loftmynd er frá …
Mikil uppbygging stendur yfir í Innri-Njarðvík. Þessi loftmynd er frá árinu 2016. mbl.is

Mikil uppbygging á sér nú stað í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ en úthlutun lóða í Dalshverfi III er hafin. Bærinn hyggst úthluta lóðum í norðurhluta áfangans 18. febrúar nk. og hafa þegar fjölmargar umsóknir borist, að sögn bæjarstjóra.

„Síðast þegar ég vissi voru komnar rúmlega 100 umsóknir um þessar lóðir þannig að það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Um er að ræða par- og fjölbýlislóðir auk örfárra einbýlislóða í norðurhluta áfangans en sá syðri verður auglýstur síðar, að sögn Kjartans. Hann segist vonast til að sú úthlutun verði kláruð með vorinu en unnið er að gatnagerð þar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert