Sá yngsti var 22 ára

Líkin fundust í kvöld.
Líkin fundust í kvöld. mbl.is/Óttar

Yngsti farþeg­inn í flug­vél­inni sem fórst við Þing­velli var 22 ára Banda­ríkjamaður. 

Lík mann­anna fjög­urra sem voru um borð í flug­vél­inni fund­ust í kvöld á botni Þing­valla­vatns­ á 37 metra dýpi eða neðar.

Tveir farþeg­anna störfuðu sem áhrifa­vald­ar en sá þriðji starfaði á veg­um belg­ísku fatalín­unn­ar Su­spicious Antwerp. Fatalín­an sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu þessa efn­is í gær.

Áhrifa­vald­ur­inn og æv­in­týramaður­inn Nicola Bella­via, 32 ára, var um borð í vél­inni. Hann var bú­sett­ur í Belg­íu.

Banda­ríski áhrifa­vald­ur­inn og hjóla­bret­takapp­inn Josh Neum­an, 22 ára, var einnig farþegi.

Hann hafði frá tólf ára aldri búið til YouTu­be-mynd­bönd en þar var hann með rúm­lega eina millj­ón fylgj­enda. Hann, eins og Bella­via, var mik­ill æv­in­týramaður og ferðaðist víðsveg­ar um heim­inn. 

Þriðji farþegi vél­ar­inn­ar var hinn hol­lenski Tim Al­ings, 27 ára.

Hann var með BA-gráðu í alþjó­legri viðskipta­stjórn­un og starfaði í markaðsdeild belg­ísku fatalín­unn­ar Su­spicious Antwerp. Hann hafði líkt og Neum­an og Bella­via ferðast víða.

Eins og mbl.is hef­ur áður greint frá var flug­stjóri vél­ar­inn­ar ís­lensk­ur og hét Har­ald­ur Diego.

Hann var 50 ára. Har­ald­ur rak fyr­ir­tækið Volcano Air Ice­land og hafði starfað sem flugmaður og ljós­mynd­ari um ára­bil. Þá var hann formaður AOPA, hags­muna­fé­lags flug­manna og flug­véla­eig­enda á Íslandi, og rit­stjóri Flugs­ins, tíma­rits um flug­mál. 

Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert