Sá yngsti var 22 ára

Líkin fundust í kvöld.
Líkin fundust í kvöld. mbl.is/Óttar

Yngsti farþeginn í flugvélinni sem fórst við Þingvelli var 22 ára Bandaríkjamaður. 

Lík mannanna fjögurra sem voru um borð í flugvélinni fundust í kvöld á botni Þingvallavatns­ á 37 metra dýpi eða neðar.

Tveir farþeganna störfuðu sem áhrifavaldar en sá þriðji starfaði á vegum belgísku fatalínunnar Suspicious Antwerp. Fatalínan sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær.

Áhrifavaldurinn og ævintýramaðurinn Nicola Bellavia, 32 ára, var um borð í vélinni. Hann var búsettur í Belgíu.

Bandaríski áhrifavaldurinn og hjólabrettakappinn Josh Neuman, 22 ára, var einnig farþegi.

Hann hafði frá tólf ára aldri búið til YouTube-myndbönd en þar var hann með rúmlega eina milljón fylgjenda. Hann, eins og Bellavia, var mikill ævintýramaður og ferðaðist víðsvegar um heiminn. 

Þriðji farþegi vélarinnar var hinn hollenski Tim Alings, 27 ára.

Hann var með BA-gráðu í alþjólegri viðskiptastjórnun og starfaði í markaðsdeild belgísku fatalínunnar Suspicious Antwerp. Hann hafði líkt og Neuman og Bellavia ferðast víða.

Eins og mbl.is hefur áður greint frá var flugstjóri vélarinnar íslenskur og hét Haraldur Diego.

Hann var 50 ára. Har­ald­ur rak fyr­ir­tækið Volcano Air Ice­land og hafði starfað sem flugmaður og ljós­mynd­ari um ára­bil. Þá var hann formaður AOPA, hags­muna­fé­lags flug­manna og flug­véla­eig­enda á Íslandi, og rit­stjóri Flugs­ins, tíma­rits um flug­mál. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert