Snjóflóð féll á Grenivíkurveg

Snjómokstur á Akureyri í morgun.
Snjómokstur á Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir

Loka þurfti Grenivíkurvegi eftir að snjóflóð féll þar í óveðrinu sem hefur gengið yfir landið.

Áfram er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. Vænta má éljagangs áfram í dag og  þá mun talsverður úrkomubakki ganga yfir Norðurland eystra næstu nótt úr suðvestri, að því er lögreglan greinir frá. Þess vegna þarf lögreglan að fylgjast vel með, sérstaklega með tilliti til snjóflóðahættu.

Fram kemur í facebookfærslu lögreglunnar að veðrið hafi gengið að mestu niður. Helstu innviðir séu komnir af stað og færð orðin almennt góð í þéttbýliskjörnum. Allir þjóðvegir í umdæminu eru aftur á móti ófærir og sumir hverjir lokaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert