1.294 ný smit innanlands

Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls greind­ust 1.294 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands síðasta sól­ar­hring­inn, sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um á Covid.is.

2.949 ein­kenna­sýni voru greind og 552 sótt­kví­ar­sýni. Ný­gengi inn­an­lands­smita er nú 5.046 og fer lækkandi frá gærdeginum.

Alls voru 33% þegar í sóttkví við greiningu.

Þá greind­ust 53 smit á landa­mær­um en þar var 621 sýni greint. Ný­gengi landa­mæra­smita er nú 213.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert