Breytingar á vef Veðurstofunnar í vændum

Veðurstofa Íslands.
Veðurstofa Íslands. mbl.is/Arnþór Birkisson

Von er á að vefur Veðurstofu Íslands verði uppfærður og notendaviðmót og virkni endurnýjað en útboð vegna vinnu fyrir nýjan vef hefur verið auglýst á utbodsvefur.is.

Vefurinn er mörgum landsmönnum kunnugur enda hýsir hann ekki einungis upplýsingar um veðurfar heldur einnig um jarðhæringar, ofanflóð og viðvaranir frá stofnuninni. 

Af og til hefur þó komið til þess að hann liggi niðri og hafa slík tilfelli gjarnan komið upp þegar álag er mikið, til að mynda í kjölfar kröftugra jarðskjálfta.

Þá hafa einnig bilanir í kerfum komið upp sem valda því að vefurinn liggi niðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert