Fórst í eldsvoða á Tenerife

Íslenskur karlmaður lést í eldsvoða á Tenerife á sunnudag.
Íslenskur karlmaður lést í eldsvoða á Tenerife á sunnudag.

Íslendingur fórst í eldsvoða á Tenerife á sunnudag er sprenging varð í bílageymslu við heimili mannsins á Adeje-svæðinu. Engan annan sakaði en í bílageymslunni voru þrír bílar.

Maðurinn hét Haraldur Logi Hrafnkelsson, fæddur 23. ágúst 1972. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Drífu Björk Linnet Kristjánsdóttur.

Haraldur og Drífa hafa síðustu misseri verið búsett á Tenerife ásamt fjórum börnum sínum stóran hluta úr árinu, og opnuðu þar nýverið kokteilbar, eins og fram kom nýlega í viðtali við Drífu á K100.

Þau hafa einnig rekið heildsöluna Reykjavik Warehouse hér á landi og ferðaþjónustu í Hraunborgum í Grímsnesi.

Haraldur Logi Hrafnkelsson.
Haraldur Logi Hrafnkelsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert