Í dag var hafist handa við að leggja gönguskíðabraut í Heiðmörk eftir að íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins vöknuðu upp við 20 sentímetra jafnfallinn snjó í dag. Þeir sem eru áhugasamir um að skella sér á gönguskíði undanfarna vetur hafa getað skellt sér í Heiðmörk undanfarna vetur þegar veður og færi leyfa og er engin undantekning á því í ár.
Skíðagöngufélagið Ullur greinir frá því að verið sé að leggja brautina, en gestir eru beðnir um að leggja við Elliðavatnsbæinn, en þangað hefur vegurinn verið ruddur og bílastæði eru til staðar. Hefur ný skíðagöngubraut verið lögð þaðan framhjá Myllulækjartjörn og að skíðagöngubrautunum við Hjallabraut, sem hafa verið notaðar undanfarin ár.