Lögregla fæst ekki til starfa á Djúpavogi

Djúpivogur.
Djúpivogur. mbl.is

Ekki hefur tekist að fá lögreglu til starfa á Djúpavogi síðan staðan var auglýst árið 2020. Sem stendur er því engin starfandi lögregla á svæðinu frá Höfn í Hornafirði til Fáskrúðsfjarðar, en 207 kílómetrar eru á milli staðanna.

Þetta kom fram á fundi heimastjórnar Djúpavogs.

Þar segir að á sama tíma fjölgi fólki á svæðinu, bæði af íslenskum og erlendum uppruna, mikill fjöldi barna sé á svæðinu, ásamt straumi ferðafólks. Þörfin fyrir lögreglu á staðnum fari því vaxandi.

„Eitt af því sem hefur hamlandi áhrif á að fá lögreglu til starfa er aðstöðuleysi en það húsnæði sem hefur verið notað fyrir lögregluna er gamalt íbúðarhús sem ekki hefur fengið viðhald í mörg ár og er nánast ónýtt. Á staðnum eru tækifæri til að bæta úr þessu og gera starfið og starfsemina eftirsóknarverðari,“ segir í bókun heimastjórnarinnar, sem beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að koma bókuninni á framfæri við viðeigandi yfirvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert