Fósturgreiningardeild hefur aflétt banni við því að maki eða aðstandandi megi fylgja konu í fósturgreiningu. Bannið gilti meðan Landspítali var á neyðarstigi, en spítalinn er nú á hættustigi.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans þar sem farið var yfir stöðuna og birtar nokkrar tilkynningar er snúa að starfsmönnum spítalans.