Makar mega fylgja konum í fósturgreiningu

Hér má sjá tólf vikna fóstur í sónarskoðun.
Hér má sjá tólf vikna fóstur í sónarskoðun. Wikipedia

Fósturgreiningardeild hefur aflétt banni við því að maki eða aðstandandi megi fylgja konu í fósturgreiningu. Bannið gilti meðan Landspítali var á neyðarstigi, en spítalinn er nú á hættustigi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans þar sem farið var yfir stöðuna og birtar nokkrar tilkynningar er snúa að starfsmönnum spítalans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert