Myglusveppur í húsi ráðuneyta í Skógarhlíð

Húsnæði félagsmála og heilbrigðisráðuneyta í Skógarhlíð.
Húsnæði félagsmála og heilbrigðisráðuneyta í Skógarhlíð. mbl.is/Unnur Karen

Komið er í ljós að mygla er í húsnæðinu í Skógarhlíð 6 þar sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið eru til húsa. Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, staðfestir við Morgunblaðið að komið hafi upp mygla og raki í hluta af húsnæðinu í Skógarhlíð, sem varðar bæði ráðuneytin.

„Við erum að bregðast við því með því að loka hluta húsnæðis í kjallara og vinna að viðgerðaráætlun,“ segir Gissur. Um er að ræða skemmdir í kjallara húsnæðisins þar sem eru bæði skjalageymslur og mötuneyti starfsmanna beggja ráðuneytanna og auk þess starfsstöðvar frá heilbrigðisráðuneytinu.

Rétt fimm ár eru liðin síðan ráðuneytin sem þá tilheyrðu velferðarráðuneytinu fluttu úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í núverandi húsnæði í Skógarhlíð þar sem myglusveppur kom upp í Hafnarhúsinu, sem ekki tókst að uppræta. Var á þeim tíma greint frá því að með flutningunum í Skógarhlíð væri um tímabundið húsnæðisúrræði að ræða.

Þær upplýsingar fengust í heilbrigðisráðuneytinu í gær að verið væri að rannsaka málið betur og of snemmt að segja til um það á þessari stundu hver næstu skref verða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert