Fjölskylda bandaríska áhrifavaldsins og hjólabrettakappans Josh Neuman, sem var yngsti farþeginn í flugvélinni sem fórst við Þingvelli, ætlar að koma á fót góðgerðasjóði til að halda minningu hans á lofti.
Þau segjast jafnframt þakklát fyrir alla þá samúð sem þau hafa fundið frá Íslendingum. Þau hafi aldrei upplifað annan eins náungakærleik og á síðustu dögum. Íslendingar hafi umvafið fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.
Þakkar fjölskyldan sérstaklega björgunarsveitum fyrir aðkomu þeirra að leitinni að vélinni og þeim sem fórust, í yfirlýsingu á Facebook-síðu Neuman.
Neuman var aðeins 22 ára gamall, en fjölskyldan rifjar upp að hann hafi alla tíð sótt í ævintýri og verið skapandi. Þá hafi hann ekki aðeins lifað lífinu heldur verið lífið sjálft. Lýsir fjölskyldan honum sem mjög góðhjörtuðum einstakling sem hafi haft mikil áhrif á þá sem voru honum nærri.
Fjölskyldan segir hann jafnframt hafa látist við að gera það sem hann elskaði og það stuttu eftir að hann upplifði norðurljósin á Íslandi í fyrsta skipti, en hann hafði meðal annars sagt í kjölfarið að það væri besti dagur lífs hans.
Rifjað er upp að Neuman hafi haft fimm grundvallargildi í lífi sínu, en þau voru eftirfarandi:
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Neuman kom til Íslands, en síðasta sumar birti hann myndskeið á Youtube-síðu sinni þar sem hann leikur eftir þekkta senu úr kvikmyndinni The secret life of Walter Mitty þar sem aðalsöguhetjan rennur sér á hjólabretti af Fjarðarheiði niður í Seyðisfjörð.
Hann hefur jafnframt sett fjölmörg myndbönd á veituna þar sem hann rennir sér á hjólabretti niður stórar brekkur víða um heim.