Eggert Skúlason
Tolli, eða Þorlákur Kristinsson Morthens játaði sig sigraðan í tilraun sinni til að klífa eitt hæsta fjall heims, Aconcagua sem er tæpir sjö þúsund metrar og er hluti af Andesfjallgarðinum. Tolli lagði upp í leiðangurinn með félaga sínum Arnari Haukssyni. Það sem gerði endanlega útslagið hjá Tolla var að stóminn hans fraus eina nóttina.
Arnar félagi Tolla náði tindinum og það gerði hann ásamt leiðsögumanninum þeirra Sebastian á aðeins þrjátíu tímum úr grunnbúðum og aftur til baka. Það er mikið þrekvirki og sést ekki oft að menn taki þetta fjall með svo miklu áhlaupi.
Tolli rekur ferðasögu þeirra félaga í Dagmálaþætti dagsins. Hann fer yfir það hvernig fjallið í raun og veru stöðvaði hann og sagði að hann færi ekki lengra. Hann væri búinn að sjá allt sem hann þyrfti. Tolli segist hafa komið heim lestaður af fjársjóðum úr þessari mögnuðu ferð.