Loka hluta Þingvallavegar vegna aðgerða

Björgunaraðgerð vegna flugslyssins fer fram á morgun.
Björgunaraðgerð vegna flugslyssins fer fram á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingvallavegi verður lokað að hluta til á morgun og föstudag vegna björgunaraðgerða við Ölfusvatnsvík.

Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Lokunarpóstar verða settir upp við afleggjara að Steingrímsstöð og við Veiðilund og mun veginum vera lokað frá klukkan átta að morgni fram eftir degi og mögulega fram á kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert