Maðurinn sem lést af slysförum 2. febrúar síðastliðinn við Framhaldskólann á Laugum hét Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson.
Kristinn, sem var nítján ára gamall, lést eftir að hafa orðið fyrir bíl. Hann hafði verið að renna sér niður brekku sem liggur nærri vegi upp að skólanum.
Haldin verður minningarathöfn í matskal skólans klukkan tvö næstkomandi föstudag. Séra Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur mun leiða minningarathöfnina, að því er kemur fram í tilkynningu á heimasíðu skólans.
Kristinn var frá Kópaskeri og býr fjölskylda hans þar. Öll framlög í Líknarsjóð Skinnastaðarkirkju munu næstu vikurnar renna til fjölskyldu hans.
Kennitala sjóðsins er 590269-6119
Bankaupplýsingar: 0192-26-030411