Stjórnarkjör Eflingar hefst klukkan 9 í dag og lýkur klukkan 20 næstkomandi þriðjudag.
Þrír eru í framboði til formanns stéttarfélagsins, eða þau Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, núverandi varaformaður, og Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu.
Kosningin er rafræn og fer fram á vef Eflingar. Þau sem ekki kjósa rafrænt eða hafa ekki rafræn skilríki geta mætt á skrifstofur Eflingar í Reykjavík eða Hveragerði og greitt atkvæði, að því er kemur fram á vef stéttarfélagsins.