Umferðin dróst saman í janúar

Umferðin reyndist mest á föstudögum en minnst á þriðjudögum.
Umferðin reyndist mest á föstudögum en minnst á þriðjudögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðin á hringveginum dróst saman um nærri sex prósent í janúar miðað við janúarmánuð í fyrra. Umferð dróst mest saman í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en jókst hins vegar töluvert á Austurlandi. Umferð um teljara á Mýrdalssandi jókst mikið og meira en tvöfaldaðist, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Ástæða þessa samdráttar er mikill samdráttur á og við höfuðborgarsvæðið og á Vesturlandi, en umferð jókst á öðrum svæðum. Tæplega 9% samdráttur mældist á og við höfuðborgarsvæðið. Af einstaka stöðum dróst umferð mest saman í mælisniði á hringvegi við Úlfarsfell eða um rúmlega 9% en mest jókst umferð í mælisniði á hringvegi um Mýrdalssand eða um rúmlega 114%.

Samdráttur í umferð varð á öllum vikudögum nema föstudögum. Mest dróst umferð saman á sunnudögum eða um 15% en umferð jókst um 4,6% á föstudögum.

Umferðin reyndist mest á föstudögum en minnst á þriðjudögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert