Veðrið hafi blásið veirunni milli manna

Frá Akureyri, þar sem veiran sækir í sig veðrið.
Frá Akureyri, þar sem veiran sækir í sig veðrið. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra í gær og þá hafa aldrei verið jafn margir í einangrun á sama tíma í landshlutanum og eru nú; 1163.

Þetta kemur fram á facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Eitthvað virðist veðrið síðustu daga hafa blásið Covid á milli manna, a.m.k. ef við horfum í stöðuna í okkar umdæmi. Í gær, þriðjudag, var mikið álag á sýnatökufólki sem og SAk við að greina þau sýni sem þangað bárust,“ segir á facebook-síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert