Allt að þriggja sólarhringa bið eftir niðurstöðum

Rannsóknarstofa annar ekki þeim fjölda sýna sem berast.
Rannsóknarstofa annar ekki þeim fjölda sýna sem berast. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gera má ráð fyrir allt að þriggja sólarhringa bið eftir niðurstöðum úr PCR-prófum vegna mikillar aukningar á sýnatökum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni.  

Þeir sem eru með einkenni sjúkdóms eru beðnir að halda sig til hlés en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar.

Rannsóknarstofan annar ekki þeim fjölda sýna sem nú eru að berast og vegna mikils álags þarf að takmarka fjölda PCR-prófa dag hvern.

Fram kemur í tilkynningunni að í boði verði að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut 34 þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR-prófi en telja má daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi.

2.167 smit greindust innanlands í gær en daginn þar áður greindust 2.252, sem er mesti fjöldi smita sem greinst hefur á einum sólahring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert