Byrjuð að brjóta ísinn

Rörabátur var sendur út á Þingvallavatn til að brjóta upp …
Rörabátur var sendur út á Þingvallavatn til að brjóta upp ísinn sem hamlar þar aðgerðum. mbl.is/Óttar

Aðgerðir við að brjóta upp ís­inn sem haml­ar björg­un­araðgerðum í Þing­valla­vatni eru nú hafn­ar.

Röra­bát­ur var send­ur út á vatnið fyr­ir skömmu til að greiða leið fyr­ir kafara og mátti heyra mikla skruðninga þar sem hann sigldi í gegn­um ísilagt vatnið. 

Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, sagði mögu­leika á því að kafar­ar væru send­ir í vatnið á eft­ir ef aðgerðirn­ar myndu ganga vel. Ann­ars þyrfti mögu­lega að fresta því fram á morg­undag­inn. 

Lygnt er úti en hiti er þó vel und­ir frost­marki, eða í kring­um -10 gráður. Þá hef­ur nokkuð snjóað. Björg­un­ar­menn binda von­ir við að það fari að hlýna í veðri bráðum og mögu­lega hvessa aðeins en vind­ur­inn gæti aðstoðað við að hreyfa til ís­inn sem hef­ur verið brot­inn upp. 

Um 60 manns eru á vett­vangi til að aðstoða við aðgerðina, meðal ann­ars frá lög­reglu, land­helg­is­gæslu, björg­un­ar­sveit­um og slökkviliðinu.

Upp­fært 14:15: Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem mbl.is fékk af vett­vangi er búið að fara með köf­un­ar­búnað út á pramm­ann á vatn­inu og lík­legt er að fyrstu kafar­ar séu annað hvort að gera sig klára að fara ofan í vatnið, eða séu nú þegar byrjaðir að kafa. Þá var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar að lenda á svæðinu.

Nokkuð hefur snjóað í dag en nístingskuldi er úti.
Nokkuð hef­ur snjóað í dag en níst­ingskuldi er úti. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert