Fagnar ummælum Lilju

Kristrún Frostadóttir segir umræðuna mikilvæga.
Kristrún Frostadóttir segir umræðuna mikilvæga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Mér finnst umræðan um þetta mjög mikilvæg. Það þarf að eiga sér samtal við fjármálastofnanir um hvernig mætti dreifa þessu höggi með öðrum hætti.“

Þetta segir Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um þá skoðun Lilju Al­freðsdóttur viðskiptaráðherra að bank­ar landsins eigi að létta und­ir með heim­il­um og fyr­ir­tækj­um sem horfa fram á hærri vaxta­byrði vegna vaxta­hækk­ana Seðlabank­ans.

„Það var farið í fullt af aðgerðum til þess að liðka fyrir lánveitingum, meðal annars lækkun bankaskatts á sínum tíma. Núna erum við að koma út úr þessu ástandi og það er viðkvæmni hjá heimilunum eftir aukna skuldsetningu, en að sama skapi er hagnaðurinn mjög mikill hjá bönkunum. Mér finnst eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það eigi að eyrnamerkja að það sé þessu tengt,“ segir Kristrún.

Vill ræða bankaskatt

Þá kveðst hún taka undir orð Lilju um að mögulega eigi að end­ur­vekja banka­skatt.

„Það þarf líka að taka umræðuna um bankaskattinn á þessum tímapunkti. Það liggur fyrir að ef fólk er hrætt við þenslu og hrætt við að beina peningunum til ákveðinna hópa þá gæti þurft að taka þá úr umferð einhvers staðar annars staðar. Við þurfum að eiga hreinskilið samtal um hvar það er aflögu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka