Fimmtán á spítala vegna Covid-19

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Alls liggja fimmtán manns inni á Landspítala vegna veikinda af völdum Covid-19 sýkingar.

Fækkar þeim um fjóra frá því fyrir viku, þegar nítján manns lágu inni á spítalanum vegna Covid-19.

Samt sem áður er á undan gengið nokkurra vikna tímabil þar sem aldrei hafa fleiri greinst smitaðir á landinu.

Met var þannig slegið í fjölda staðfestra nýrra smita í gær.

Ekki er langt síðan Landspítalinn hóf að gefa upp skiptingu sjúklinga eftir því hvort þeir liggi inni beinlínis vegna Covid-19 sýkingar, eða hvort um sé að ræða smitaða sjúklinga sem liggja inni af öðrum sökum.

Það gerði hann í kjölfar gagnrýni fjölmiðla sem laut að ógagnsæi í upplýsingagjöf.

Fjölgar um tíu en fækkar um fjóra

Á fimmtudag fyrir viku lágu 26 smitaðir sjúklingar á spítalanum. Í dag eru þeir 36 talsins.

En þrátt fyrir að þeim fjölgi um tíu hefur fækkað í hópi þeirra sem liggja inni beinlínis vegna Covid-19, eins og áður sagði, og munar þar fjórum.

Þeir eru því fleiri sem liggja inni með smit, en ekki vegna smits, eða alls sautján manns.

Til viðbótar eru fjórir sjúklingar þar sem spítalinn vill ekki skera úr um hvort þeir liggi inni með eða vegna sýkingar.

Af þeim fimmtán sem liggja inni vegna smits hafa þrettán verið fullbólusettir og þar af hafa ellefu fengið örvunarskammt.

Staðan gerbreyst

Run­ólf­ur Páls­son, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs Land­spít­al­ans og verðandi for­stjóri, sagð­ist í samtali við mbl.is fyrir viku geta tekið und­ir sjón­ar­mið um að for­send­ur fyr­ir hörðum tak­mörk­un­um séu ekki leng­ur til staðar.

„Fram­an af vor­um við að gæta að lífi og heilsu fólks og tak­marka smit­dreif­ingu eins og við mögu­lega gát­um, því þessi sýk­ing var mjög hættu­leg fyr­ir marga,“ sagði Run­ólf­ur.

„Síðan hef­ur þetta verið að breyt­ast og síðastliðinn mánuð hef­ur staðan ger­breyst varðandi al­var­leika veik­inda, sem er í lang­flest­um til­fell­um mjög lít­ill.“

Spyr um röksemdir fyrir takmörkunum

Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, hefur þá óskað eft­ir skýr­ing­um og svör­um frá heil­brigðisráðherra vegna reglna um 50 manna sam­komutak­mark­an­ir, í reglu­gerð sem tók gildi þann 29. janú­ar.

Umboðsmaður spyr hvaða gögn, upp­lýs­ing­ar eða rök­semd­ir hafi legið til grund­vall­ar því mati ráðherra að „brýna nauðsyn“ hafi borið til að miða sam­komutak­mark­an­ir við 50 manns, með til­tekn­um und­an­tekn­ing­um, og þeirri niður­stöðu að önn­ur væg­ari úrræði m.t.t. stjórn­ar­skrár­var­inna rétt­inda hafi ekki verið til­tæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert