Kafa líklega ekki í dag

Aðgerðir við Þingvallavatn í dag.
Aðgerðir við Þingvallavatn í dag. mbl.is/Óttar

Lík­legt er að fresta þurfi þeim björg­un­araðgerðum vegna flug­slyss­ins sem hefjast áttu í dag við Ölfu­s­vatns­vík þar sem ís­inn á vatn­inu er orðinn of þykk­ur til að hægt sé að fram­kvæma þar köf­un, að sögn Odds Árna­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns á Suður­landi. 

All­ir viðbragðsaðilar eru nú til­bún­ir á vett­vangi og fóru próf­an­ir á köf­un­ar­búnaði fram klukk­an níu í morg­un eins og til stóð. Búið er að sjó­setja pramm­ana en þar sem ís­inn er of þykk­ur til að hægt sé að fara með þá lengra þarf að sækja tæki til að greiða leiðina.

Að sögn Odds var þetta viðbúin staða enda ekki óþekkt vanda­mál í köf­un á Íslandi. 

„Þetta er ein af hætt­un­um sem við átt­um von á.“

Hann seg­ir erfitt að meta hversu langt sé í að búnaður­inn komi á svæðið en hann eigi ekki von á því að það verði kafað í dag, verður það lík­lega gert á morg­un. Sam­kvæmt veður­spánni eigi þó að blása í dag og gæti því ís­inn brotnað upp að ein­hverju leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert