Björgunaraðilar við Þingvallavatn nýta smákafbát með myndavélabúnaði og griparm til þess að sækja hina látnu niður á botn og færa upp á yfirborðið. Kafbátnum er stýrt af pramma á yfirborði vatnsins.
Á yfirborðinu taka kafarar við og koma hinum látnu um borð í báta sem flytja þá í land. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Nú hefur þremur af þeim sem létust verið bjargað á land en leit stendur yfir að þeim fjórða.
„Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar,“ segir í tilkynningunni. Því var smákafbáturinn fenginn.