Aðgerðum við að ná upp vélinni frestað

Vatnið hefur lagt á ný.
Vatnið hefur lagt á ný. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hefur verið að fresta aðgerðum við að ná flugvélinni TF-ABB upp úr Þingvallavatni þar sem vatnið hefur lagt á ný. Vélin fórst á fimmtudaginn í síðustu viku, en í gær tókst að ná upp líkum þeirra fjögurra sem voru um borð.

Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang klukkan 6 í morgun.
Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang klukkan 6 í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang snemma í morgun og eru aðstæður veðurfarslega góðar, 6 stiga frost og hægviðri. Þykktin á ísnum er hins vegar slík að bátar ráða ekki við að brjóta sér leið í gegnum vatnið. Því hefur aðgerðunum verið frestað um sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert