Átaksverkefni Samtaka iðnaðarins sem ber yfirskriftina Ár grænnar iðnbyltingar var hrundið formlega af stað í gær við athöfn í Hellisheiðarvirkjun.
Fjórða iðnbyltingin og grænar lausnir verða áberandi í starfi SI á næstunni þar sem hvatt verður til aðgerða í loftslagsmálum í krafti þekkingar.
„Okkar forskot byggir ekki síst á þeirri miklu reynslu og þekkingu sem Íslendingar hafa í því að búa til og nýta endurnýjanlega orku, og nú þegar vinna fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki að lausnum sem stuðla að minni kolefnislosun,“ sagði Árni Sigurjónsson formaður SI við athöfnina í gær.