Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér

Hermenn og almennir borgarar taka þátt í æfingum í höfuðborginni …
Hermenn og almennir borgarar taka þátt í æfingum í höfuðborginni Kænugarði fyrr í vikunni. AFP

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu til að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað.

Þeir sem eru þegar í landinu eru að auki hvattir til að huga að ferðaskilríkjum og vera tilbúnir að breyta ferðaáætlunum með stuttum fyrirvara.

Er þetta gert vegna vaxandi óvissu í Úkraínu, en innrás rússneska hersins þykir yfirvofandi.

Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ráðuneytið gefi jafnan ekki út ferðaviðvaranir vegna ferðalaga til einstakra ríkja, en bendi þess í stað á viðvaranir utanríkisráðuneyta Norðurlanda, sem í flestum tilfellum séu með starfsemi á viðkomandi stöðum.

Íslenskir ríkisborgarar í Úkraínu eru hvattir til að láta borgaraþjónustuna vita af sér með tölvupósti, hjalp@utn.is. Í neyðartilfellum er hægt að hafa samband við borgaraþjónustuna í síma +354 545-0112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert