Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
„Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, 5-10 í kvöld en 10-15 syðst og um norðanvert landið. Frost 1 til 8 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vakt hjá veðurstofunni.
Þá spáir hægt minnkandi norðaustanátt á morgun og bjart með köflum en skýjað og dálítil él fyrir austan og við norðurströndina og frosti um allt land.
„Hæg breytileg átt á sunnudag og skýjað með köflum. Dálítil él austanlands og sums staðar snjókoma suðvestantil. Frost 5 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands,“ segir á vef veðurstofunnar.