Snjómokstursbíll alelda á leið upp Kambana

Nokkuð eldhaf stóð af bílnum.
Nokkuð eldhaf stóð af bílnum. Ljósmynd/Sigrún Gróa Jónsdóttir

Snjómoksturstæki varð alelda á leið sinni upp Kambana fyrir skömmu. Slökkvilið frá Hveragerði var kallað út og er búið að slökkva eldinn. Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is.

„Það er á leiðinni upp kambana þegar kviknar í því og það verður alelda á tiltölulega skömmum tíma.“

Myndskeiðinu hér að ofan náði Arnar Dór Ólafsson á vettvangi.

Búið er að slökkva eldinn.
Búið er að slökkva eldinn. Ljósmynd/Aðsend

Bíða eftir að tækið verði flutt á brott

Pétur segist ekki vita til þess að nokkur hafi slasast. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna eldsins þar sem frá tækinu steig nokkuð eldhaf og mikill reykur að sögn Péturs.

„Bílar á leiðinni upp Kambana komust ekki leiðar sinnar vegna þess að þetta var alelda og gríðarlegt eldhaf og mikill reykur. Það var mikil röð en þetta er svo stutt frá hringtorginu í Hveragerði að menn hafa væntanlega séð hvernig stæði á,“ segir Pétur.

Nú er verið að bíða eftir að bíll komi til þess að flytja tækið á brott og hugar slökkviliðið að því að koma í veg fyrir olíuleka frá tækinu.

Frá veginum um Kambana.
Frá veginum um Kambana. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert