Tónleikar til styrktar Strákum

Björgunarsveitarmenn í Strákum æfa ísklifur.
Björgunarsveitarmenn í Strákum æfa ísklifur.

Styrktartónleikar fyrir björgunarsveitina Stráka á Siglufirði fara fram í Siglufjarðarkirkju í kvöld kl. 20. Tilefnið er 112-dagurinn í dag, sem Neyðarlínan stendur fyrir til að vekja athygli á öryggis- og björgunarmálum.

Markmiðið með tónleikunum er að safna fyrir fullkomnum leitar- og björgunardróna. Ýmsir listamenn koma fram og um undirleik sjá Ástarpungarnir, hljómsveitin sem bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2020, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Tónleikarnir verða í beinu streymi á Youtube-rásinni Straumendur, og hér fyrir neðan:

Tónleikunum verður streymt frá Siglufjarðarkirkju í kvöld kl 20.
Tónleikunum verður streymt frá Siglufjarðarkirkju í kvöld kl 20. mbl.is/Sigurður Ægisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka