2.029 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og 49 á landamærunum. Um er að ræða bráðabirgðatölur en staðfestar upplýsingar munu liggja fyrir á mánudag.
Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-prófum, en rannsóknarstofan hefur ekki náð að anna fjölda tekinna sýna.
Í tilkynningu frá sóttvarnalækni í vikunni kom fram að allt að þriggja daga bið gæti verið eftir niðurstöðum en fólk með einkenni Covid-19 væri engu að síður beðið um að halda sig til hlés á meðan. Einangrun er talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar.
Á miðnætti voru hins vegar reglur um sóttkví afnumdar með öllu og þarf því enginn að fara í sóttkví vegna umgengni við smitaða einstaklinga.