Bensínið aldrei dýrara

Í gær var bensínið dýrast á mörgum stöðvum N1.
Í gær var bensínið dýrast á mörgum stöðvum N1. mbl.is/Unnur Karen

Bensín hefur aldrei verið dýrara í krónum talið en nú, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Í gær var bensínið dýrast á mörgum stöðvum N1 eða 281,90 kr./l og 280,80 kr./l hjá Olís. Verðið var svo lægra hjá hinum ýmsu sjálfsafgreiðslustöðvum olíufélaganna.

Það var lægst hjá nokkrum stöðvum Orkunnar 246,80 kr./l og tveimur stöðvum Atlantsolíu, ÓB stöðvum og nokkrum N1 stöðvum 248,90 kr./l samkvæmt vefnum gsmbensin.is.

„Við erum á alveg nýjum stað í verðmyndun á eldsneyti,“ sagði Runólfur.

Ítarlegri umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert