Deilt um ost í Landsrétti

Ostur. Hér ásamt öðrum mjólkurvörum.
Ostur. Hér ásamt öðrum mjólkurvörum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu innflutningsfyrirtækis um að úrskurði tollgæslustjóra um tollflokkun innflutts mozzarella-osts yrði hnekkt.

Danól ehf. flutti inn rifinn ost sem að innihaldi var rúmlega 80% mozzarella-ostur en 11-12% pálmaolía. Danól flokkaði ostinn í tollskrá sem jurtaost en tollgæslustjóri taldi að flokka bæri hann sem hvers konar rifinn eða mulinn ost.

Ekki stoð í almennum málskilningi

Danól höfðaði mál gegn ríkinu og krafðist þess að úrskurður tollgæslustjóra yrði felldur úr gildi. Vísaði fyrirtækið til athugasemdar við ákveðinn kafla í tollskrá um að undir kaflann heyrðu ekki vörur fengnar úr mjólk þar sem einum eða fleiri náttúrulegum þáttum hennar, til dæmis mjólkurfitu, væri skipt út fyrir aðra þætti, svo sem jurtafitu.

Landsréttur taldi hins vegar, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur áður, að umrædd athugasemd miðaði að því að undanskilja vörur fengnar úr mjólk þar sem einum eða fleiri náttúrulegum þáttum hennar hefði verið skipt út fyrir annan.

Samkvæmt venjulegum málskilningi fæli það að skipta einhverju út í sér, að eitthvað væri fjarlægt eða tekið í burtu og annað sett í staðinn. Það að skipta einu efni út fyrir annað væri því ekki það sama og að bæta efni við til viðbótar því sem fyrir væri.

Fengi málsástæða Danól því ekki stoð í almennum málskilningi eða skýringu textans samkvæmt orðanna hljóðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert