Deilt um ost í Landsrétti

Ostur. Hér ásamt öðrum mjólkurvörum.
Ostur. Hér ásamt öðrum mjólkurvörum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur sýknaði í gær ís­lenska ríkið af kröfu inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is um að úr­sk­urði toll­gæslu­stjóra um toll­flokk­un inn­flutts mozzar­ella-osts yrði hnekkt.

Danól ehf. flutti inn rif­inn ost sem að inni­haldi var rúm­lega 80% mozzar­ella-ost­ur en 11-12% pálma­ol­ía. Danól flokkaði ost­inn í toll­skrá sem jurta­ost en toll­gæslu­stjóri taldi að flokka bæri hann sem hvers kon­ar rif­inn eða mul­inn ost.

Ekki stoð í al­menn­um málskiln­ingi

Danól höfðaði mál gegn rík­inu og krafðist þess að úr­sk­urður toll­gæslu­stjóra yrði felld­ur úr gildi. Vísaði fyr­ir­tækið til at­huga­semd­ar við ákveðinn kafla í toll­skrá um að und­ir kafl­ann heyrðu ekki vör­ur fengn­ar úr mjólk þar sem ein­um eða fleiri nátt­úru­leg­um þátt­um henn­ar, til dæm­is mjólk­urfitu, væri skipt út fyr­ir aðra þætti, svo sem jurtafitu.

Lands­rétt­ur taldi hins veg­ar, eins og Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur áður, að um­rædd at­huga­semd miðaði að því að und­an­skilja vör­ur fengn­ar úr mjólk þar sem ein­um eða fleiri nátt­úru­leg­um þátt­um henn­ar hefði verið skipt út fyr­ir ann­an.

Sam­kvæmt venju­leg­um málskiln­ingi fæli það að skipta ein­hverju út í sér, að eitt­hvað væri fjar­lægt eða tekið í burtu og annað sett í staðinn. Það að skipta einu efni út fyr­ir annað væri því ekki það sama og að bæta efni við til viðbót­ar því sem fyr­ir væri.

Fengi máls­ástæða Danól því ekki stoð í al­menn­um málskiln­ingi eða skýr­ingu text­ans sam­kvæmt orðanna hljóðan.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert