Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer fram í dag en fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. Fundurinn er nokkuð óvenjulegur og verður með fjarfundasniði þrátt fyrir að samkomutakmarkanir hafi verið rýmkaðar í gær, að segir í tilkynningu. Fundurinn hefst klukkan 10, en hann fer fram á Hótel Nordica og er streymt þaðan.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsmálaráðherra, forfallaðist fyrir tveimur dögum og kemur Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, við stjórn fundarins í hans stað.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja sína ræðu að heiman þegar vali á fundarstjóra er lokið. Þá tekur við ræða sérstaks gests fundarins Line Barfod, borgarstjóra umhverfis og skipulagsmála í Kaupmannahöfn, sem einnig er streymt.
Vel á annað hundrað félagar í Vinstri grænum taka þátt í fundinum, þar sem finna má alla dagskrárliði hefðbundins fundar en höfuðáherslan er þó á sveitarstjórnarmálin.