Guðmundur uppfyllti ekki skilyrði í flokksvali

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags Fanga.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags Fanga. mbl.is/Arnþór Birkisson

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík hófst klukkan átta í morgun og stendur yfir til klukkan þrjú á morgun, 13. febrúar. Flokksvalið er rafrænt og þau sem voru skráðir félagar eða stuðningsaðilar fyrir 5. febrúar 2022 hafa kosningarétt, en valið er í efstu sex sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor.

Fimmtán einstaklingar eru í framboði en kjörstjórn tók út nafn Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, félags fanga, þar sem í ljós kom að hann uppfyllti ekki skilyrði sem sett eru í skuldbindandi reglum um aðferðir við val á lista.

Niðurstaða kjörstjórnar var staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar Samfylkingarinnar og eru úrskurðir hennar endanlegir, að segir í tilkynningu.

Kosning í sex efstu sætin er bindandi fyrir uppstillingarnefnd að teknu tilliti til reglna Samfylkingarinnar um að ekki halli á hlut kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert