Búið er að slökkva allan eld sem kviknaði í sumarhúsi á Heytjarnarheiði við Nesjavallaleið síðdegis í dag.
Slökkvilið lauk slökkvistarfi rúmlega níu í kvöld og afhenti lögreglu vettvanginn sem mun hafa eftirlit með húsinu í nótt.
Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var ekki farið inn í húsið í kvöld. Er því enn óvíst hvort einhver hafi verið inni í því er eldurinn kviknaði.
Tryggja þurfi öryggi slökkviliðsmannanna til að hægt sé að fara inn í húsið, þar sem þak hússins hefur sigið og allt að hruni komið. Að sögn varðstjóra verður skoðað hvort hægt verði að fara inn í húsið á morgun.