Kalt verður á landinu í dag, en frost verður á bilinu tvö til tólf stig og kólnar enn frekar í nótt. Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu en hvassara með vindstrengjum á suðausturströndinni. Víða verður bjart í veðri en líkur á stöku éljum á Norðausturlandi og á Vestfjörðum.
Á morgun má búast við bjartviðri og hægum vindi víða á landinu, en suðaustan 8-13 metrar á sekúndu og líkur á snjókomu á suðvestur horninu. Áfram verður kalt á landinu.
Á mánudag gengur á með suðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu á suðvestanverðu landinu, en hægara og þurrt fyrir norðan.
Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skýjað með köflum, en snjókoma á SV-landi og bætir í vind þar um kvöldið. Frost 2 til 12 stig, mildast með suðurströndinni.
Á mánudag:
Gengur í suðaustan og austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu á S-verðu landinu, en hægara og þurrt fyrir norðan. Hiti um frostmark syðst, niður í 10 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Austan 13-20 m/s og snjókoma, en úrkomulítið á V-landi. Snýst í suðvestan 5-13 með éljum SV-til seinnipartinn. Hiti um og undir frostmarki.
Á miðvikudag:
Stíf norðaustanátt og víða dálítil snjókoma eða él, en úrkomulítið V-til. Áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Breytileg átt og snjókoma með köflum S- og V-til, annars úrkomulítið. Kólnar í veðri.
Á föstudag:
Útlit fyrir austlæga átt með ofankomu á S- og V-verðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.