Katrín með veiruna

Katrín tekur þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Katrín tekur þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindist með kórónuveiruna í gær, frá þessu greindi hún í upphafi flokksráðsfundar Vinstri grænna sem fer fram í dag. Hún tekur engu að síður þátt í fundinum og flytur ræðu heiman frá sér.

Katrín greinir einnig frá smitinu á Facebook:

„Þann fyrsta febrúar greindist yngsti sonurinn með covid. Síðan þá hefur einn af öðrum sambýlismönnum veikst af veirunni þannig að það kom ekki beinlínis á óvart þegar ég greindist með covid í gærkvöldi. Ég get því ekki varið deginum með félögum mínum á flokksráðsfundi VG sem ég hafði hlakkað mikið til að sitja," skrifar Katrín.

Katrín bætist þá í hóp ráðherra sem hafa smitast af veirunni.

Katrín Jakobsdóttir er með veiruna.
Katrín Jakobsdóttir er með veiruna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka