Myndavélabúnaði, sem gerir lögreglu kleift að greina númeraplötur ökutækja og í sumum tilfellum að rekja leiðir ökutækja ef þörf krefur, hefur nýlega verið bætt við á götum á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Segir þar, að þessi búnaður geti gagnast lögreglu til dæmis í verkefnum þegar verið er að tryggja almannaöryggi, svo sem við leit á týndu fólki og rannsókn sakamála.