Sumarhúsið gjörónýtt

Eldur kviknaði í húsinu í dag.
Eldur kviknaði í húsinu í dag. Ljósmynd/Atli Ásgeirsson

Eldur kviknaði í sumarhúsi á Heytjarnarheiði við Nesjavallaleið síðdegis í dag.

Bústaðurinn var alelda er slökkvilið kom á vettvang. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er bústaðurinn um 60 fermetrar að stærð.

Uppfært 18.35:

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er enn unnið að því að slökkva eldinn og er gert ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram á kvöld.

Þak hússins hefur fallið og er sumarhúsið alveg ónýtt. Enn er óvíst hvort einhver hafi verið inni í húsinu en það mun liggja fyrir þegar slökkvistarfi lýkur.

Reykurinn sést víða.
Reykurinn sést víða. mbl.is/Eggert
Töluverðan reyk hefur lagt af húsinu.
Töluverðan reyk hefur lagt af húsinu. Ljósmynd/Atli Ásgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert