Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að þekktur brotamaður hefði í fórum sér skotvopn, nánar tiltekið skammbyssu.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að henni hafi tekist að hafa upp á viðkomandi. Hann hafi verið handtekinn og settur í fangageymslu vegna málsins.
Vopnið hafi fundist, en við skoðun hafi komið í ljós að um gasbyssu væri líklegast að ræða.
„Vopnið þó keimlíkt raunverulegri skammbyssu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.