2.054 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og 17 á landamærunum. Um er að ræða bráðabirgðatölur en staðfestar upplýsingar munu liggja fyrir á mánudag.
Allt að þriggja sólarhringa bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-prófum, en rannsóknarstofan hefur ekki náð að anna fjölda tekinna sýna. Einangrun byrjar þó að telja frá þeim degi sem sýni er tekið þó jákvæð niðurstaða komi síðar.