Klukkan 11 í morgun höfðu 2.600 manns tekið þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Tekið er fram að á kjörskrá séu ríflega 6.000 flokksfélagar. Kosningaþátttaka er því um 45 prósent.
Kosningu lýkur klukkan 15 í dag og verða úrslit flokkvalsins ljós upp úr klukkan 19.
Árið 2018 voru 5.518 á kjörskrá en þá tóku 1.845 þátt í flokksvalinu og varð kjörsókn þá um 33 prósent. Kjörsóknin nú er því töluvert meiri en fyrir fjórum árum.