41 sjúklingur liggur á Landspítala með Covid-19, en það fjölgar um 9 smitaða sjúklinga á milli daga. í gær lágu 32 sjúklingar á spítalanum, smitaðir af Covid-19.
Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.
8.281 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.554 börn.